Starfsemi Norvík hf. hófst árið 1962 með stofnun BYKO ehf. Höfuðstöðvar samsteypunnar eru í Reykjavík og má skipta starfseminni upp í tvo megin þætti:

 • Byggingavöruverslun á Íslandi.
 • Timburiðnað og flutningastarfsemi og -þjónustu um þvera Evrópu.

Byggingavöruverslun á Íslandi

BYKO ehf., byggingavörustarfsemi:

 • Rekur eina stærstu byggingavöruverslun landsins.
 • Starfrækir byggingavöruverslanir, timbursölur og leigumarkaði á fjölmörgum stöðum á landinu.

Timburiðnaður Norvíkur

Staðsetning rekstrarins er í Lettlandi, Eistlandi, Rússlandi, Bretlandi og Svíþjóð.

BYKO-LAT í Valmiera og CED í Cesis, Lettlandi. LAESTI í Parnu, Eistlandi:

 • Leiðandi framleiðendur af söguðu og hefluðu timbri, garðvörum, garðhúsgögnum og húseiningum.
 • BYKO-LAT rekur einnig tvær sögunarmyllur í Parnu, Eistlandi, undir vörumerkinu LAESTI.

VIKA WOOD í Talsi, Lettlandi:

 • Stærsta sögunarmilla í Lettlandi með árlega framleiðslu sem nemur 280.000 m3 af sagaðri furu og greni.

NORWOOD í Syktyvkar, Komi Republic, Rússlandi:

 • Timburframleiðsla, sögunarmylla, sölustarfsemi og flutningur.

CONTINENTAL WOOD í Bretlandi:

 • Innflytjendur af timbri og timburafurðum til Bretlands.
 • Systurfélagið „NORVIK SHIPPING“ á og rekur hafnar- og skipaþjónustu frá Baltic Wharf, Creeksea, ásamt skipa- og flutningaþjónustu til og frá Bretlandi.

 

Tengd félög:

Eistland 

 • EWP fasteignafélag í Eistlandi.
 

Stjórn Norvíkur

 

Forstjóri
Jón Helgi Guðmundsson
Framkvæmdastjóri
Brynja Halldórsdóttir

Stjórn
Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarf.
Guðmundur H. Jónsson
Steinunn Jónsdóttir
Þórður Magnússon
Iðunn Jónsdóttir