NORWOOD er með nokkrar starfstöðvar í Rússlandi.  Höfuðstöðvarnar eru í Syktyvkar en hinar fjórar eru í Puzla, Kotlas, Velsk og Troitsko-Pechorsk. Í Puzla er lítil sögunarmylla með um 120.000 m³ af skógarhöggi á ári.  Í Kotlas, Velsk og Troitsko-Pechorsk er sagað timbur keypt, það flokkað og flutt út.

Nýlega keypti NORWOOD  stóra sögunarmyllu í Syktyvkar. Um er að ræða ca. 20.000 m² húsnæði. Húsnæðið er á stóru landsvæði. NORWOOD er með samning um skógarhögg á svæðinu, en samtals hefur fyrirtækið um 300.000 m³ skógarhöggsréttindi á ári.  Árlega eru flutt út um 100.000 m³ af söguðu timbri á ári, mest til Lettlands og BYKO-LAT.

Starfsmenn NORWOOD í Rússlandi eru um 400.

 

Framkvæmdastjóri
Alexander Panjukov