Norvík á og rekur stærstu sögunarmyllu Lettlands, VIKA WOOD. Framleiðsla verksmiðjunnar er um 280.000 m3 á ársgrundvelli af sagaðri furu og greni. 
 
Vika Wood var stofnað árið 1995 og er starfsmannafjöldinn um 200.
Helstu markaðir eru Japan og heimamarkaðurinn í Lettlandi, en auk þess flytur fyrirtækið út timburafurðir til um 15 landa víðs vegar um heiminn.
 
Frá 1993 hefur Norvík rekið verksmiðjur BYKO-LAT, og frá 2003 SIA Ced í Cesis.
Norvík er stærsti útflutningsaðili timburs frá Lettlandi með um 420.000 m3 heildarumsetningu, og er heildarveltan í Lettlandi um 8 milljarðar.
Starfsmenn eru um 800.


Auk ofangreindra félaga á sviði timburframleiðslu eru systurfélög Norvíkur með umfangsmikla rekstrar- og fjárfestingarstarfssemi og má þar nefna SIA DEPO sem er keðja byggingavöruverslana í Lettlandi svo og Norvik Banka sem er sérhæfður viðskiptabanki með keðju útibúa um Lettland. Norvik Banka er í 8. sæti yfir stærstu banka Lettlands miðað við eigið fé.


www.vikawood.lv

 

Framkvæmdastóri
Andris Krecers